Fréttir
25.01.10
Oticon kynnir nútímalegar lausnir við heyrnarskerðingu
Oticon kynnir...

Það er afar mikilvægt að notkun heyrnartækja veiti ánægjulega upplifun og hjálpi viðkomandi að heyra vel í sem flestum aðstæðum.

Margir heyrnartækjanotendur kannast við það að þurfa að halda á símtóli á sérstakann hátt þegar þeir tala í síma og að heyra ekki alveg nógu skýrt í sjónvarpinu. Þessi vandamál heyra nú sögunni til með nútímalegum lausnum frá heyrnartækjaframleiðandanum Oticon.

Oticon hefur nú sett á markað einstakann tæknibúnað sem hjálpar heyrnartækjanotendum að heyra enn betur og vandræðalaust í sem flestum aðstæðum. Um er að ræða búnað sem samanstendur af 3 tækjum; Streymi, símabox og sjónvarpsbox.

Streymir er grunntæki sem hægt er að nota sem fjarstýringu fyrir heyrnartækin en eins gefur það möguleika á að flytja hljóð úr öðrum hljóðgjöfum, þráðlaust í BÆÐI heyrnartækin. Þessi eiginleiki hentar t.d. mjög vel fyrir þá sem nota farsíma mikið en með Streymi og heyrnartækjum frá Oticon* er hægt að flytja hljóð úr farsíma þráðlaust í heyrnartæki.

Símabox er síðan snjöll lausn fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að heyra nógu skýrt í heimasíma. Símaboxið er tengt við heimasímann og hægt er að flytja hljóð úr honum beint í BÆÐI heyrnartækin. Til að svara símanum er nóg að ýta á einn takka á Streyminum.

Sjónvarpsboxið er líka einstaklega vel hannaður búnaður sem flytur hljóð úr sjónvarpinu - þráðlaust - beint í BÆÐI heyrnartækin. Aðrir fjölskyldumeðlimir heyra að sjálfsögðu í sjónvarpinu áfram eins og áður og geta þá notið þess að hafa þann hljóðstyrk sem þeim hentar meðan heyrnartækjanotandinn stillir sinn hljóðstyrk með Streyminum.

*Streymi, símabox og sjónvarpsbox er hægt að nota með Epoq XW, Dual XW og Vigo Connect heyrnartækjum.

Smelltu á ConnectLine til að fá nánari upplýsingar um nútímalegar lausnir við heyrnarskerðingu

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880