Fréttir
05.01.11
Heyrnartækni gefur bekk
Heyrnartækni gefur...

Garðabær ásamt Félagi sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu og Félags eldri borgara í Garðabæ vinnur að því að fjölga bekkjum í bænum í samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga.

Margar rannsóknir sýna fram á að eldra fólk hreyfir sig ekki nægilega miðað við ráðleggingar og eins vitum við að ganga er afar vinsæl og holl hreyfing. Með því að hafa hæfilegt bil á milli hvíldarbekkja getur fólkið verið öruggara um að ofgera sér ekki.

Byrjað var á því að fjölga bekkjum í kringum Jónshús og á gönguleið frá Jónshúsi upp í verslunarmiðstöðina við Litlatún og í þjónustu á Garðatorgi. Með þessu er þeim sem lakari eru til gangs og keyra ekki bíl, gert auðveldara að versla og njóta mallífs og þjónustu í bænum. Leiðin frá Jónshúsi að Litlatúni er 1,3 km að lengd auk 300 m þaðan á Garðatorg. Gefnir voru átta bekkir til verkefnisins núna og var Heyrnartækni meðal þeirra sem gáfu bekk.

Með því að gefa bekk í þetta átaksverkefni vill Heyrnartækni hljálpa til við að stuðla að meiri hreyfingu eldra fólks og þar með bættum lífsgæðum þeirra.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880