Fréttir
28.05.11
Við fögnum 10 ára afmæli
Við fögnum 10 ára...

Bjóðum upp á kaffi og ilmandi bakkelsi í tilefni dagsins, miðvikudaginn 1. júní. Kynning á nýjustu tækni í heyrnartækjum og gestum gefst kostur á að prófa einstakan tæknibúnað fyrir heyrnarskerta. Öll sala á heyrnartækjarafhlöðum þann 1. júní rennur óskipt til KRAFTS, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Jafnframt mun ákveðin upphæð af hverju seldu heyrnartæki frá júní til lok ágúst renna sem styrkur til KRAFTS.

Heyrnartækni er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi og hófum við starfsemi í júní 2001. Með tilkomu Heyrnartækni styttist biðtími eftir heyrnartækjum frá 15-18 mánuðum niður í 1-14 daga. Þar fyrir utan bauðst heyrnarskertum loks nýr valmöguleiki í heyrnartækjum því fyrirtækið er með umboð frá Oticon - einum elsta og virtasta heyrnartækjaframleiðanda heims. Frá upphafi höfum við haft það að markmiði að veita heyrnarskertum betri heyrn og bætt lífsgæði með vönduðum heyrnartækjum og framúrskarandi þjónustu. Í dag veitum við reglulega þjónustu á 19 stöðum á landsbyggðinni.

Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað árið 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða þá sem þurfa á stuðningi að halda. Leitast er við að aðstoða þá einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra og miðla upplýsingum sem auðvelda þeim að takast á við sjúkdóminn.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880