Fréttir
28.10.11
Heyrnartækni afhenti Krafti 537.000 kr.
Heyrnartækni...

Í tilefni af tíu ára starfsafmæli Heyrnartækni í júní 2011 ákvað fyrirtækið að leggja góðu málefni lið og láta ákveðna upphæð af hverju seldu heyrnartæki sumarið 2011 renna til Krafts – stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Með þessum hætti vildi Heyrnartækni leggja sitt af mörkum til samfélagsins og hjálpa Krafti að veita ungu fólki sem gengur í gegnum erfiða lífsreynslu, stuðning og hjálp. Alls söfnuðust 537.000 kr. sem afhentar voru formanni Krafts, Hlín Rafnsdóttir við litla móttöku í húsnæði Krafts í Skógarhlíð 8.

Síðastliðið ár hefur Kraftur lagt mikla áherslu á að styðja við stuðningsnet félagsins og hefur verið ákveðið að fjárhagsstuðningur Heyrnartækni muni renna þangað. Stuðningsnetið býður nýlega greindum og aðstandendum að komast í samband við einhvern sem hefur gegnið í gegnum svipaða reynslu. Það er óhætt að segja að það sé mikil þörf fyrir stuðning en stuðningsfulltrúar hafa farið á sérsniðið námskeið hjá Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðingi Krafts. Reynsla stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og í hópnum má finna einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, foreldra sem greinst hafa með krabbamein, foreldra sem fylgt hafa fullorðnu barni sínu í gegnum meðferð og maka og aðstandendur þess greinda svo eitthvað sé nefnt. Stuðningsfulltrúar eru allir bundnir trúnaði.

Mynd frá vinstri: Björn Víðisson, Anna Linda Guðmundsdóttir, Gísli Níls Einarsson og Gyða Eyjólfsdóttir

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880