Kostir

Besta heyrnartækið í milliverðflokki frá Oticon
Nera2 heyrnartækið býr yfir öflugri nýrri örtölvutækni sem skilar frábærri virkni og einstökum hljómgæðum.  Þú munt heyra betur með Nera2 vegna þess að tækin aðlaga sig að persónulegum hlustunarþörfum þínum og læra inn á hvernig þér finnst best að heyra.  Nera2 heyrnartækin hjálpa þér að aðgreina hljóð betur og heyra meira, jafnvel þegar þú ferð úr einum erfiðum hlustunaraðstæðum í aðrar.  Nera2 heyrnartækið er vatnshelt!

Öflugur ýlfurvarnarbúnaður
Nera2 heyrnartækin eru með hljóðnemum sem geta sjálfvirkt fókuserað á samtöl sem þú vilt heyra og dregið um leið úr bakgrunnshávaða.  Þróaður ýlfurvarnarbúnaður og ýlfurvörn í Nera kemur í veg fyrir óþægileg hljóð úr heyrnartækjunum og bætir þannig hljóðupplifun þína.

Áreiðanleg og vatnsheld
Þú getur treyst á virkni Nera2 heyrnartækjanna í ólíku veðri og aðstæðum, þökk sé einstakri hönnun sem búið er að fara með í gegnum strangar prófanir.  Nera2 heyrnartækin eru hönnuð til að halda vatni, ryki og óhreinindum fyrir utan tækið og allar lykileiningar eru húðaðar til að berjast gegn rakatengdum vandamálum.

Nera2 heyrnartækin koma í tveim tækniútgáfum; Nera2 Pro og Nera2. Báðar tækniútgáfur af Nera2 henta einstaklingum með væga upp í alvarlega heyrnarskerðingu því tækin er einnig hægt að fá í kraftútgáfu.

Útlit tækja

Glæsileg og nett
Bera heyrnartækin koma í miklu úrvali lita og tækja.  Þú getur valið um minnstu tækin sem eru miniRITE en þau eru nánast því ósýnileg bak við eyrað.  RITE og  BTE krafttækin eru fyrir einstaklinga með mikla heyrnarskerðingu.  Tæki inn í eyra (ITE, ITC og CIC) eru sérsmíðuð eftir eyrum notenda.  Þau er einnig hægt að fá í kraftútgáfu.

Tækni

Frábær lausn fyrir þig!
Nera2 heyrnartækin frá Oticon nota þráðlaus samskipti sem skilar þér samhæfðum viðbrögðum í báðum eyrum.

Spatial Sound Advanced
Hjálpar þér að greina hvaðan hljóð berast með því að viðhalda náttúrulegu bili á milli eyrna.

Free Focus
Ný tegund af stefnuvirkni sem bætir talgreiningu í fjölmenni, klið og bakgrunnshávaða

Inium Feedback Shield
Öflug vörn gegn ýlfurhljóðum en viðheldur um leið skýrum og eðlilegum hljóm úr heyrnartækjunum.  Tryggir þannig betri heyranleika, færri truflanir og þægilegri hlustunarupplifun.

Youmatic Advanced
Gerir heyrnarfræðingnum kleift að sérsníða stillingar í tækinu sérstaklega að þínum þörfum.

ConnectLine auðveldar þér að nota síma og sjónvarp
Sumum reynist erfitt að nota heyrnartækin meðan horft er á sjónvarp eða talað í síma. Símar geta valdið því að tækin fara að ýla og hljóð frá sjónvarpi blandast öðrum umhverfishljóðum. ConnectLine búnaðurinn frá Oticon leysir þetta vandamál með því að senda hljóð frá síma og sjónvarpi - þráðlaust - í Nera heyrnartækin. Þessum búnaði er auðvelt að stjórna með Streymi frá Oticon sem virkar eins og fjarstýring fyrir heyrnartækin og aðra hljóðgjafa.

Smelltu á ConnectLine til að fá nánari upplýsingar

Verð

Tegund 1 tæki 1 tæki með NG* 2 tæki 2 tæki með NG*
Nera Pro kr. 180.000 kr. 130.000 kr. 360.000 kr. 260.000
Nera kr. 150.000 kr. 100.000 kr. 300.000 kr. 200.000
Sérsmíði / krafthlustarstykki kr. 17.000 kr. 34.000

* NG = Niðurgreiðsla eða styrkur frá Sjúkratryggingum Íslands

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880