Kostir

Meiri kraftur til að taka þátt
Ef þú ert með mjög mikla heyrnarskerðingu þá þekkir þú líklega allt of vel hversu ólíkt það er að heyra hljóð eða heyra þau nægilega skýrt til að geta greint þau.  Jafnvel með kraftmiklum heyrnartækjum þá glatast oft mikilvæg hátíðnihljóð sem getur gert þér erfitt fyrir að greina merkingu orða.  Nýju Dynamo heyrnartækin frá Oticon eru hönnuð fyrir einstaklinga með alvarlega heyrnarskerðingu.  Dynamo sjá um að fylla upp í þau smáatriði sem vantar og hjálpa þér þannig að skilja meira og taka þátt í samræðum.  Dynamo heyrnartækin búa yfir nýju BrainHearing tækninni sem hjálpar þér að ná meiri merkingu úr hljóðum.

Hátíðnihljóð gerð heyranleg
Þökk sé nýrri Speech Rescue tækni þá færa Dynamo heyrnartækin þér hátíðnihljóð sem hverfa oft - eins og “s” og “þ” - og færir þau í lægra tíðnisvið sem gerir þér kleift að heyra þau.

Meiri smáatriði í talmáli en áður
Það er mikilvægt fyrir talskilning að ná eins miklum smáatriðum í talmáli og mögulegt er til að geta upplifað breytileika í rödd, talstyrk og fjarlægð.  Speech Rescue tæknin vinnur með þróuðu
Speech Guard E tækninni til að bæta talskilning og færir þér meiri smáatriði en áður hefur verið mögulegt.

Laus við pirrandi ílfurhljóð
Íflurhljóð eða endurómun úr heyrnartækinu getur verið pirrandi þegar þú ert að faðma einhvern eða tala í síma.  Oticon Dynamo heyrnartækin veita þér hámarks kraft án þess að draga úr hljómgæðum, þökk sé að mestu leiti Inium Sense feedback shield.  Þetta nýja og áhrifaríka ílfurvarnarkerfi gerir þér kleift að njóta daglegs lífs án þess að þurfa að hafa áhyggjur af pirrandi og stundum óþægilegu ílfurhljóði

Tæki sem þú getur treyst á
Dynamo byggir á áratuga reynslu og forystu Oticon í þróun heyrnartækja.  Dynamo er eins traust og það er kraftmikið.  Þau getur treyst á að Dynamo vinni fyrir þig - 24 klukkustundir á dag, óháð veðri og sama hversu virkum lífstíl þú lifir og hrærist í.

Upplifðu notkun síma á ný
Síminn er mikilvægt tæki til að halda sambandi við vini, ættingja eða samstarfsfólk en getur verið meiriháttar áskorun fyrir þá sem eru með alvarlega heyrnarskerðingu.  ConnectLine kerfið frá Oticon leysir vandamálið með því að tengja símann þinn beint við Dynamo heyrnartækin í gegnum þráðlausa tækni.  ConnectLine er mjög auðvelt í notkun og skýrleiki hljóðs úr tækjunum mun breyta upplifun þinni af því að nota síma.  Þú getur einnig tengt ConnectLine við sjónvarp, tónlistarspilara og tölvu.

Dynamo heyrnartækin eru fullkomnustu og öflugustu kraftheyrnartækin fram til þessa. Þau eru mjög nett og eru fáanleg í nokkrum fallegum litum. Dynamo heyrnartækin koma í þrem tækniútgáfum; Dynamo 10, Dynamo 8 og Dynamo 4

Smelltu Dynamo til að skoða bækling um heyrnartækin.

Útlit tækja

Mikill kraftur í nettum heyrnartækjum
Dynamo eru nett og fallega hönnuð kraftheyrnartæki.  Þú getur fengið Dynamo heyrnartækin í nokkrum litum.

Verð

Tegund 1 tæki 1 tæki með NG* 2 tæki 2 tæki með NG*
Dynamo 10 kr. 253.000 kr. 203.000 kr. 506.000 kr. 406.000
Dynamo 8 kr. 199.000 kr. 149.000 kr. 398.000 kr. 298.000
Dynamo 6 kr. 135.000 kr. 85.000 kr. 270.000 kr. 170.000

* NG = Niðurgreiðsla eða styrkur frá Sjúkratryggingum Íslands

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880