Fyrirtækið

Heyrnartækni er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi og hóf stafsemi í júní 2001. Með tilkomu Heyrnartækni styttist biðtími eftir heyrnartækjum úr 15-18 mánuðum niður í 1-14 daga. Heyrnartækni er leiðandi í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni og veitir reglulega þjónustu á 19 stöðum fyrir utan Reykjavík. 

Hjá Heyrnartækni starfa m.a. heyrnar- og talmeinafræðingur, heyrnartækjasérfræðingur og hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í heyrnarfræðum- og heyrnarmælingum. Starfsmenn fyrirtækisins sækja reglulega námskeið til að bæta við og viðhalda þekkingu í heyrnar- og heyrnartækjafræðum.

Heyrnartækni leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heyrnartæki í fremsta gæðaflokki og því höfum við valið að vera eingöngu með heyrnartæki frá Oticon, einum elsta, stærsta og virtasta heyrnartækjaframleiðanda heims.

Frá stofnun Heyrnartækni hefur fyrirtækið haft það að markmiði að veita heyrnarskertum betri heyrn og bætt lífsgæði með vönduðum heyrnartækjum og framúrskarandi þjónustu.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880