Intiga

Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon.  Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki.  Intiga tækin er einnig hægt að fá sem ofurnett bak við eyra heyrnartæki.  Intiga eru hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er með einstaklega mjúkri hljóðvinnslu úr ofurnettum heyrnartækjum.

*ósýnileg útgáfa af Intiga, sérsmíðuð í eyra

Kostir

Auðveld aðlögun
Allt í sambandi við Intiga heyrnartækin hefur verið sérsniðið til að hámarka ánægju notenda og draga úr þeim tíma sem það tekur að aðlagast því að nota heyrnartæki.

Ósýnileg Intigai eða heimsins minnstu bak við eyra heyrnartæki
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Þau eru hönnuð til að passa svo þétt í eyrað þitt að enginn mun sjá að þú sért með heyrnartæki.  Ósýnilegu Intiga heyrnartækin hafa hvorki áhrif á það hvernig þú notar heyrnartól eða síma né hvernig þú notar gleraugu eða greiðir þér þar sem tækin eru algjörlega sérsniðin inn í eyra. 
                                Intigai í eyra

Bak við eyra Intiga heyrnartækin eru þau minnstu í heimi í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu. Ofurnett hönnun og algjörlega sjálfvirk hljóðvinnsla gerir Intiga tækin nánast ósýnileg fyrir notendur og alla aðra!

Intiga skilar bestu hljómgæðunum frá Oticon
Þróuð þráðlaus tveggja tækja hljóðvinnsla í Intiga styður við það hvernig heilinn vinnur úr hljóðum. Með Intiga verður auðveldara að greina raddir og fylgja eftir samtali - hvort sem um er að ræða tveggja manna tal, samtal í fjölmenni eða í síma. Nákvæmari hljóð, betri hljómgæði og dýpt koma einnig fram þegar verið er að horfa á bíómyndir, sjónvarpsþætti eða hlusta á tónlist.

Intiga heyrnartækin er hægt að fá sérsmíðuð inn í eyra (eingöngu Intiga 10) eða sem bak við eyra heyrnartæki.  Intiga koma í tveim tækniútfærslum; Intiga 10 og Intiga 8. Intiga heyrnartækin henta einstaklingum með væga til miðlungs mikla heyrnarskerðingu.

Smelltu á Intiga til að skoða bækling um heyrnartækin.
Smelltu á Intigai til að skoða bækling um ósýnilegu heyrnartækin.

Útlit tækja

Ósýnileg Intigai
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon.  Intigai eru örlítil og sérsmíðuð inn í eyra.  Intigai liggja það djúpt í eyrnagöngunum að þau eru algjörlega ósýnileg öðrum.

Heimsins minnstu bak við eyra heyrnartæki
Útlitið á bak við eyra Intiga heyrnartækjunum er algjörlega nýtt en þau eru minnst sýnilegu heyrnartækin á markaðnum í dag. Hægt er að velja um 10 fallega liti á Intiga.

Tækni

Meira af mikilvægum smáatriðum með Speach Guard
Á meðan að hefðbundin hljóðþjöppunarkerfi geta gert fíngerð smáatriði í talmáli óskýr þá er það markmið Speach Guard að varðveita þau. Þegar hljóðstyrkur er stöðugur þá á engin meiriháttar aðlögun sér stað en skyndileg breyting kemur að stað tafarlausum viðbrögðum. Þetta skilar sér í eðlilegri skynjun á talmáli og öðrum hljóðum - jafnvel í flóknu hljóðumhverfi.

Auðveldara að skynja hvaðan hljóð berast með Spatial Sound
Intiga notar samsetningu af þróaðri tækni til að vernda fíngerðan hljómburðareiginleika í uppruna hljóðmerkja - það hljálpar notendum að greina hvaðan hljóð er að berast hverju sinni. Meiri bandvídd nær viðkvæmum hátíðnihljóðum sem skipta máli.
Þráðlaus tækni í Intiga bak við eyra tækjunum styður eðlilega samvinnu tveggja eyrna en tvö Intiga vinna sem eitt, þökk sé þráðlausri tækni í tækjunum. Góð loftun með RITE lausninn gerir Intiga bak við eyra tækjunum kleift að blanda saman náttúrulegum og mögnuðum hljóðum.

Snjallar ákvarðanir með gervigreindartækni
Snjöll ákvarðanatökukerfi eru hönnuð til að nýta réttu samsetninguna af hljóðvinnskutækni til að skila besta hljóðmerkinu hverju sinni. Öll mikilvæg smáatriði eru varðveitt - hávaða er haldið í lágmarki - án þess að notandinn þurfi að grípa inn í.

Ný og betri hátalaraeining í bak við eyra Intiga tækjunum
Nýja hátalaraeiningin í Intiga skilar sér í meiri þægindum og betri virkni. Lögun á hátalaraeiningunni passar betur inn í eyrnagöngin, hljóðvírinn er mýkri og meiri lengdarmöguleikar í boði sem tryggja það að tækin verða enn minna sýnileg og þægilegra að vera með þau.

Tenging við aðra hljóðgjafa
Þú getur breytt Intiga -bak við eyra- heyrnartækjunum í þráðlaus heyrnartól með því að nota ConnectLine tæki sem heitir Streymir Pro.  Hann gerir þér kleift að taka þráðlaus á móti símtali úr farsíma, heyra hljóð úr tölvunni þinni og öðrum hljóðgjöfum sem eru með innbyggða blátannartækni.  Hægt er að bæta við öðrum ConnectLine búnaði sem gerir þér m.a. kleift að heyra hljóð úr sjónvarpinu eða heimasíma þráðlaust í Intiga -bak við eyra- heyrnartækjunum.

Ósýnileg Intigai búa ekki yfir þráðlausri tækni eða blátannartækni vegna smæðar á tækinu.

Smelltu á ConnectLine til að fá nánari upplýsingar

Verð

Tegund 1 tæki 1 tæki með NG* 2 tæki 2 tæki með NG*
Intiga 10 kr. 252.000 kr. 221.200 kr. 497.000 kr. 435.400
Intiga 8 kr. 196.000 kr. 165.200 kr. 386.000 kr. 324.400
Sérsmíði kr. 18.500 kr. 37.000

* NG = Niðurgreiðsla eða styrkur frá Sjúkratryggingum Íslands

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880