Hvernig virka heyrnartæki?

Í dag eru háþróuð heyrnartæki lítil og þau magna upp hljóð svo þú getur heyrt mun betur. Þó svo að það séu mörg mismunandi heyrnartæki á markaðnum með mismunandi áherslur á úrvinnslu hljóða þá eiga þau það sameiginlegt að innihalda fimm grunneiningar:

  • Hljóðnema sem nemur hljóð
  • Magnara sem eykur styrk hljóðsins
  • Hátalara sem sendir hljóðið inn í eyrað
  • Agnarsmáan tölvukubb sem breytir hljóðinu þannig að það hæfir þinni heyrn 
  • Litla rafhlöðu 

Ytra útlit heyrnartækja getur verið eins eða mismunandi en aðalatriðið er að horfa á tæknina sem er í tækjunum. Hún getur verið mjög breytileg eftir framleiðendum og er í stöðugri þróun.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880