Umboðsfyrirtæki

Oticon

Heyrnartækni er umboðsaðili fyrir danska fyrirtækið Oticon sem er elsti, stærsti og virtasti heyrnartækjaframleiðandi heims. Oticon var stofnað árið 1904 af Hans Demant en eiginkona hans var heyrnarskert.

Undanfarna tvo áratugi hefur Oticon verið leiðandi í tækniþróun heyrnartækja en fyrirtækið var til að mynda fyrst til að setja á markað stafræn heyrnartækið árið 1996, heyrnartæki með gervigreindartækni árið 2006, heyrnartæki með þráðlausa tækni árið 2007 og heimsins minnstu bak við eyra heyrnartæki 2011. Oticon hefur frá árinu 1991 unnið meira en 20 verðlaun fyririr hönnun og þróun heyrnartækja.

Oticon er með söluaðila í yfir eitt hundrað löndum og hjá fyrirtækinu starfa um tvö þúsund manns. Móðurfélag Oticon er William Demant Holding Group A/S sem á önnur fyrirtæki eins og PhonicEar, Interacoustic og Bernafon. Oticon Foundation á til viðbótar stóran hlut í stoðtæknifyrirtækinu Össur í gegnum William Demant Invest, fjáfestingafyrirtækis sem er 100% í eigu Oticon Foundation.

Phonic Ear

Phonic Ear er hluti af William Demant Group og þar af leiðandi systurfyrirtæki Oticon, Interacoustics og fl. fyrirtækja. Phonic Ear er leiðandi fyrirtæki í þráðlausum lausnum fyrir heyrnarskerta og hefur sérhæft sig á þreimur sviðum; Hljóðkerfi í kennslustofur ásamt sérstökum lausnum fyrir heyrnartækjanotendur, hjálpartæki sem auðvelda heyrnarskertum að heyra í símum, sjónvarpi, útvarpi og öðrum búnaði heimavið og hljóðlausnum fyrir stærri almenningssvæði eins og kirkjur.

PowerOne

Rafhlöður frá Powerone eru með framúrskarandi endingu og virkni en PowerOne er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á rafhlöðum fyrir heyrnartæki. PowerOne rafhlöður fyrir heyrnartæki eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti í Þýskalandi af Varta Microbatteries.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880