Heyrnarmæling

Að fara og láta mæla heyrnina er fyrsta skrefið í átt að betri heyrn. Þegar þú kemur í heyrnarmælingu þá er byrjað á því að spyrja þig nokkurra spurning er skipta máli varðandi heyrn þína. Síðan þarf að skoða eyrun til að ganga úr skugga um að þau séu ekki stífluð af eyrnamerg eða eitthvað sé óeðlilegt við ytra eyra eða hljóðhimnu.

Heyrnarmælingin sjálf á sér stað inni í hljóðeinangruðum klefa, þar sem þú situr með heyrnartól á höfðinu og hlustar. Þú munt heyra nokkra tóna - allt frá bassatónum upp í hátíðnitóna. Þegar þú heyrir tónana áttu að ýta á hnapp sem þú færð í hendurnar. Þú átt alltaf að ýta á hnappinn þegar tónarnir heyrast, sama hversu lágir eða daufir þeir hljóma. Niðurstaða prófsins er skráð í tölvu og prentuð út sem heyrnarrit.

Að heyrnarmælingunni lokinni er farið yfir niðurstöðu prófsins. Heyrnarmælingin sýnir m.a. hversu vel þú heyrir með hvoru eyra og hversu vel þú heyrir mismunandi hljóð eins og bassa og hátíðnitóna. Mælingin sýnir einnig hvers eðlis heyrnarskerðingin er; leiðniheyrnartap, skyntaugaheyrnartap eða blönduð heyrnarskerðing.

Heyrnarmæling hjá Heyrnartækni er gerð með það í huga að hægt sé að stilla heyrnartæki eftir henni og því er hún mjög ítarleg. Ef þú þarft á heyrnartæki að halda skv. heyrnarmælingunni þá er farið yfir þá möguleika sem þér standa til boða. Sé þess óskað er hægt að fá tæki til prufu í vikutíma.

Flest heyrnartæki er hægt að afgreiða samdægurs en ef það þarf að sérsmíða hlustarstykki þá getur það tekið um 3 daga að fá tæki afgreitt og ef um sérsmíði á heyrnartæki sem fer inn í eyra er að ræða þá er það gert í Danmörku og afgreiðslan getur þá tekið um 10-14 daga
Heyrnarmæling og skoðun tekur um 30 - 45 mínútur. Ráðgjöf að henni lokinni getur tekið svipaðan tíma. Gerðu því ráð fyrir að allt ferlið taki um 1 og 1/2 klukkustund.

Smelltu HÉR til að nálgast bækling sem getur hjálpað þér að undirbúa þig fyrir heyrnarmælingu.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880