Heyrnartækjaráðgjöf

Við val á heyrnartæki þarf að taka tillit til margra þátta. Niðurstaða heyrnarmælingar getur haft áhrif á hvaða útlit eða tegund heyrnartækja hentar þinni heyrnarskerðingu best. Persónulegar þarfir hafa líka mikið að segja svo og líkamleg færni.

Að heyrnarmælingu lokinni er farið yfir alla þessa þætti með þér, niðurstöðu prófsins og upplýsingar um hvaða heyrnartæki geta komið til greina. Þegar búið er að finna tæki sem hentar þá getur þú fengið tækið til prufu í vikutíma til að finna hvort þú sért tilbúin til að nota heyrnartæki eða til að bera það saman við tæki sem þú notar nú þegar.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880