Endurkomur

Að fá sér heyrnartæki felur í sér ákveðið ferli. Heyrnartækin eru stillt í upphafi nákvæmlega eftir heyrnarritinu þínu. Eftir að búið er að afhenda tækin þá eru bókaðir tveir eftirlitstímar með mánaðarmillibili til að fylgjast með því að stillingar séu réttar og allt gangi vel. Alltaf er þó hægt að leita til Heyrnartækni ef þörf er á frekari stillingum eða upplýsingum um notkun heyrnartækjanna.

Endurkomur og fínstillingar á heyrnatækjum eru innifaldar í verði heyrnartækjanna svo lengi sem þau eru í notkun. Það er hluti af okkar þjónustu og teljum við mikilvægt að viðskiptavinir okkar láti ekki kostnað hindra sig i að leita til okkar sé þörf á að framkvæma stillingar á heyrnartækjunum.

Við bendum á að nauðsynlegt er að bóka tíma í endurkomu eða fínstillingu. Í flestum tilfellum er hægt að fá tíma innan sólarhrings á virkum degi.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um atriði sem hægt er að framkvæma í endurkomutíma:

  • Fínstilling á hljóm heyrnartækjanna
  • Breyting á hljóðstyrk heyrnartækjanna 
  • Slípa eða endursmíða hlustarstykki 
  • Upprifjun eða nánari fræðsla um meðhöndlun tækjanna

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880