Hlustarstykkjasmíði

Í ákveðnum tilfellum þarf að sérsmíða hlustarstykki til að nota með RITE eða BTE heyrnartækjum. Ákvörðun um slíkt er tekin út frá heyrnarmælingunni og lögun eyrnaganganna. Það tekur um 1-3 daga að fá sérsmíðað hlustarstykki. Öll smíðavinnan fer fram á verkstæði Heyrnartækni.

Hlustarstykkjasmiði er innifalin í verði heyrnartækja þegar verið er að kaupa ný tæki. Sé óskað eftir því að fá heyrnartæki til prufu og þörf er á að smíða hlustarstykki þá er kostnaður við hvert hlustarstykki 7.500 krónur en sú upphæð gengur upp í verð heyrnartækja séu þau keypt.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880