Að velja heyrnartæki

Til að hjálpa þér að finna réttu heyrnartækin þá byrjar þú á því að fara í ítarlega heyrnarmælingu og eyrnaskoðun. Heyrnarfræðingurinn getur gefið góð ráð og hjálpað þér að finna bestu lausnina fyrir þig. Eftirfarandi þættir geta haft áhrif á val þitt á heyrnartækjum:

Heyrnarskerðingin þín
Getur haft áhrif á það hvort þú getir notað RITE heyrnartæki eða hvort BTE eða ITE heyrnartæki henta betur.

Líkamlegir þættir

Lögun og stærð eyrnaganganna getur haft áhrif á val á heyrnartæki. Dæmi um aðra líkamlega þætti sem geta haft áhrif eru erfiðleikar við að handleika smáa hluti, dofi í fingrum og mikil sjónskerðing.

Persónulegir þættir

Ef þú tekur virkan þátt í félagslífi, ert í miklum samskiptum við fjölskyldu og vini og oft í krefjandi hlustunaraðstæðum þá eru hátækni heyrnartæki besta lausnin. Þróuð eða heyrnartæki með grunnvirkni eru oft góð lausn fyrir þá sem eru í minni samskiptum við annað fólk - eru jafnvel flesta daga heima við og þurfa sjaldan að takast á við krefjandi hlustunaraðstæður eins og fjölmenni og klið.

Útlit og þægindi

Hönnun snýst ekki eingöngu um virkni heldur einnig um fagurfræði. Þú getur verið með smart heyrnartæki og fylgt tískunni - eða verið með nánast því ósýnilegt heyrnartæki. Eða hvortu tveggja! Úrvalið af litum og gerðum er svo mikið að þú átt eflaust auðvelt með að finna þér eitthvað sem passar þínum smekk.

Þegar horft er til notkunarmöguleika þá er spurning hvort þú viljir frekar geta stillt heyrnartækin þín sjálf/-ur eða hafa sjálfvirkar stillingar?

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880