Eitt eða tvö heyrnartæki?

Þó að heyrn þín mælist örlítið betri á öðru eyranu þá er nauðsynlegt að fá heyrnartæki á bæði eyru ef skerðingin er komin yfir þau mörk að ráðlagt sé að byrja að nota heyrnartæki. Þú þarft tvö eyru til að heyra samtal í miklum hávaða, til að skilja og vera meðvituð/meðvitaður um það sem er að gerast í kringum þig.

Tökum sem dæmi þegar þú labbar yfir götu. Ef bíll er að koma í áttina til þín frá vinstri hönd þá heyrir vinstra eyrað þitt það fyrst og þá veistu í hvaða átt þú átt að snúa þér. Þetta getur skipt sköpum í hættulegum aðstæðum.

Hátækni heyrnartæki eru byggð þannig upp að þau nema hljóð frá báðum hliðum. Tækin tala saman þráðlaust og bera saman upplýsingarnar sem þau nema og fylla upp í eyðurnar í hljóðmyndinni - líka í þær eyður sem þú vissir ekki að væru til.

Vissir þú að ef þú ert með heyrnarskerðingu á báðum eyrum en ákveður að fá þér einungis heyrnartæki á það verra, getur eyrað sem látið er afskiptalaust orðið latara. Ef þú færð þér heyrnartæki í bæði eyru munu ættingjar þínir og vinir verða mjög ánægðir með að þurfa ekki að tala við þig frá “betri hliðinni” þinni.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880