Næsta skref í átt að betri heyrn

Nú þegar þú veist hvað þú þarft að hafa í huga og veist hvaða tegundir heyrnartækja eru til þá er gott að tala við fjölskylduna og skrifa niður nokkra punkta til að undirbúa þig fyrir tíma með heyrnarfræðingnum.

Þegar farið er yfir lausnir til að bæta heyrnarskerðingu þína, hafðu þá í huga að betri heyrn er ekki eitthvað sem þú nýtur í stutta stund heldur er langtíma ávinningur sem bætir heilsu og velferð.

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða hluta af kostnaði við heyrnartækjakaup.

Nánari upplýsingar getur þú fengið með því að smella hér

Starfsfólk Heyrnartækni er tilbúið að hjálpa þér og leiðbeina þér að finna lausn sem færir þér betri heyrn og bætt lífsgæði.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880