Útlit heyrnartækja

Almennt eru heyrnartæki flokkuð sem bak við eyra heyrnartæki eða inn í eyra heyrnartæki. Bak við eyra heyrnartæki hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár þar sem hönnun þeirra hefur tekið miklum breytingum. Hægt er að skipta bak við eyra heyrnartækjum í tvo flokka:

Nútímaleg heyrnartæki með hátalara inn í eyrað (RITE)
Þessi gerð heyrnartækja hentar öllum tegundum heyrnarskerðingar. RITE heyrnartæki hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Tækin eru létt, mjög lítil og næstum ósýnileg - sem er stór kostur. RITE heyrnartækin koma í miklu úrvali lita og meðal annars er hægt að velja um bjarta tískuliti sem gera tækin enn meira aðlaðandi. Þessi gerð heyrnartækja er þægileg í notkun fyrst og fremst vegna tveggja þátta: 

  • Hljóðið kemur úr hátalara sem staðsettur er inni í eyranu og gefur þannig skýrari og raunverulegri hljómgæði.
  • Eyrnarstykkið sem heldur hátalaranum í eyrnagöngunum lokar þeim ekki alveg sem gerir það að verkum að það er mun þægilegra að vera með tækin á sér.

Klassísk, bak við eyra heyrnartæki (BTE)
Í gegnum tíðina hefur þessi gerð heyrnartækja breyst svo um munar. Þau hafa minnkað og orðið mun glæsilegri. Þau koma í mismunandi stærðum og þau minnstu kallast mini BTE. Allur tækjabúnaður er staðsettur í skel sem liggur bak við eyrað. Hljóðið er sent í gegnum slöngu úr tækinu og þaðan inn í sérsmíðað hlustarstykki sem passar fullkomlega í eyrað á notandanum. BTE tækin eru til í mörgum litum.

Sérsmíðuð tæki inn í eyra (ITE)
Sérsmíðuð heyrnartæki eru hvert fyrir sig smíðuð eftir eyrum notandans. Það fer eftir heyrnarskerðingu og stærð eyrnaganga hvort þessi tæki henti vel fyrir þig. Þau eru til í húðlit og í mismunandi stærðum; inn í eyra (ITE), inn í eyrnagöngum (ITC) og alveg inn í eyrnagöngum (CIC). Þessi heyrnartæki henta t.d. fyrir þá sem vilja eingöngu hafa tæki í eyra en ekki á bak við það.

RITE heyrnartæki

miniRITE heyrnartæki

 BTE heyrnartæki

ITE heyrnartæki

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880