ConnectLine fyrir farsímann

ConnectLine gerir þér kleift að tala handfrjálst í farsímann þegar þú ert t.d. úti að keyra. Sífellt fleiri treysta á farsímasamskipti en fyrir suma notendur getur það reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að nota farsíma.

ConnectLine breytir því. Þar sem hljóð er flutt beint úr farsímanum í heyrnartækin þá er hefðbundnum hindrunum fyrir farsímanotkun eytt.

Handfrjáls tengimöguleiki Streymis í gegnum farsíma er mikilvægari en nokkurn tímann fyrr þegar verið er að keyra. Búnaðurinn er hannaður með einfaldleika og þægindi að leiðarljósi svo að þú getir talað á öruggan og auðveldan hátt án þess að taka hendurnar af stýrinu.

Hvernig virkar ConnectLine fyrir farsíma?

Þegar farsíminn hringir þá þarft þú eingöngu að ýta á einn takka á Streyminum til að svara. Þökk sé hálsólinni á Streyminum þá er innbyggður hjóðneminn staðsettur á besta stað, nálægt munni þínum. Streymi er hægt að tengja við mikið úrval farsíma með innbyggða blátönn.

Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um farsíma sem passa með Streymi

Smelltu hér til komast inn á hjálparsíðu Oticon um ConnectLine fyrir farsíma

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880