ConnectLine hljóðnemi

Með nýja ConnectLine hljóðnemanum þá getur þú loks tekið þátt og átt samskipti í mikilvægustu aðstæðum lífs þíns - á sama grundvelli og allir aðrir.

Krefjandi hlustunaraðstæður eins og í fjölmenni eða klið gera oft skiljanleg samskipti nánast ómöguleg. Algengt er að sumir þrói með sér ólíkar aðlögunarleiðir til að takast á við svona aðstæður eða reyna að forðast þær algjörlega. ConnectLine hljóðneminn breytir þessu.

ConnectLine hljóðneminn (virkar með ConnectLine 1.4 útgáfunni) er nettur hljóðnemi sem tengist þráðlaust við Streyminn og gerir þér kleift að eiga prívat samtal í krefjandi hlustunaraðstæðum. Hlustunargeta batnar gífurlega þar sem tveggja manna tal var áður erfitt eða nánast ómögulegt.

Hvernig virkar ConnectLine hljóðneminn?

Nettur hljóðneminn er borinn af viðmælanda þínu og tengist þráðlaust við Streyminn og gerir þér þannig kleift að heyra röddd viðmælanda þíns skýrt í báðum heyrnartækjum.

ConnectLine hljóðnemi tekur upp rödd viðmælanda þíns, síar út umhverfishávaða og sendir þráðlaust, beint í Streymi í allt að 15 metra fjarlægð.

Smelltu hér til komast inn á hjálparsíðu Oticon um ConnectLine hljóðnemann

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880