ConnectLine fyrir sjónvarp

ConnectLine fyrir sjónvarp gerir þér kleift að njóta þess að horfa á sjónvarpið með þeim hljóðstyrk sem þú kýst án þess að missa af mikilvægum símtölum frá ættingjum eða vinum. Með ConnectLine fyrir sjónvarp getur þú horft á uppáhalds bíómyndina þína og sjónvarpsþætti með auknum þægindum.

Þú stjórnar hljóðstyrk sjónvarpsins persónulega með Streyminum sem þýðir það að hljóðstyrkur fyrir aðra fjölskyldumeðlimi er eins og þau kjósa að hafa hann.

Ef heimasíminn eða farsíminn hringir á meðan þú ert að horfa á sjónvarpið þá munt þú heyra hringitón í heyrnartækjunum. Þú getur valið um að svara símtalinu eða hafna því með því að ýta á einn takka á Streyminum.

Hvernig virkar ConnectLine fyrir sjónvarp?

ConnectLine sjónvarpsbúnaðurinn er tengdur við hljóðúttak á sjónvarpinu og sendir þannig hljóð beint í heyrnartækin þín í gegnum Streymi.

Það eina sem þú þarft að gera til að hlusta á sjónvarpið er að ýta á hljóðtakkann á Streyminum.

Smelltu hér til komast inn á hjálparsíðu Oticon um ConnectLine fyrir sjónvarp

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880