ConnectLine fyrir tónlistina

Tónlist er ein af mestu lystisemdum lífsins. Tónlist gerir þér kleift að muna - eða gleyma - og getur veitt þér orku, hvatningu eða slökun á einstakan hátt. Með ConnectLine Streymi þá nýtir þú það besta í hljóðhlustun.

ConnectLine tryggir að þú fáir hámarks ánægju af því að hlusta þar sem hjóði er streymt beint í heyrnartækin þín.

Hvernig virkar þetta?

Þú getur hlustað á tónlist eða hljóð þráðlaust eins og t.d. frá MP3 spilara eða tölvu með innbyggðri blátannarvirkni með því að para tækin við Streyminn og ýta stutt á valtakkann á hlið Streymisins.  Önnur leið er að nota meðfylgjandi hljóðsnúru sem gerir þér kleift að tengja Streyminn nánast því við hvaða hljóðgjafa sem er. 

Smelltu hér til komast inn á hjálparsíðu Oticon um ConnectLine fyrir tónlist

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880