Hlustarstykki

Hlustarstykki eru smíðuð á verkstæði Heyrnartækni. Við smíðum hefðbundin hlustarstykki fyrir bak við eyra heyrnartæki og eins mikró hlustarstykki fyrir RITE heyrnartæki.

Sjá útlit heyrnartækja

Áður en hlustarstykki er smíðað þá þarf að taka mót af eyrnagöngunum. Það tekur síðan um 1-3 daga að fá hlustarstykki afgreidd.

Það kostar 7.500 kr. að láta smíða eitt hlustarstykki en smíðakostnaður gengur síðan upp í verð heyrnartækja þegar þau eru keypt.

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880