Rafhlöður

Mikilvægt er að vanda valið á rafhlöðum fyrir heyrnartækin til að tryggja hámarksvirkni þeirra. Hér að neðan eru nokkrir fróðleiksmolar um rafhlöður fyrir heyrnartæki:

  • Heyrnartækjarafhlöður virkjast þegar þær eru teknar úr umbúðunum og komast í snertingu við súrefni 
  • Rafhlöður þurfa að gefa jafna spennu sem má ekki falla niður fyrir viss mörk svo heyrnartækið virki eðlilega 
  • Í miklum hávaða reynir meira á rafhlöður heyrnartækja því hún þarf að veita meiri spennu í heyrnartækið 
  • Það getur munað allt að 2-3 dögum í endingartíma rafhlaðna eftir tegundum 
  • Framleiðsla rafhlaðna fyrir heyrnartæki þarf að vera mjög vönduð svo ekki sé hætta á leka og tæringu sem getur valdið skemmdum á heyrnartækjum

Heyrnartækni er með umboð fyrir Powerone rafhlöður en þær eru framleiddar af Varta Microbatteries í Þýskalandi undir mjög ströngu gæðaeftirliti.

Stærstu heyrnartækjaframleiðendurnir vita hversu mikilvægt það er að velja vandaðar rafhlöður og því nota þeir Powerone fyrir heyrnartækin sín.

PowerOne rafhlöðurnar hafa framúrskarandi endingu og virkni en PowerOne er leiðandi í framleiðslu á rafhlöðum fyrir heyrnartæki.

Verð: 575 kr spjald með 6 rafhlöðum
Verð: 5.175 kr fyrir 1 kassa af rafhlöðum með 10 spjöldum eða 60 rafhlöðum

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880