ConnectLine - Tengibúnaður sem gerir þig öflugri!

ConnectLine er fullkominn viðbót við Oticon heyrnartækin þín og gerir þér kleift að taka virkari þátt í nánast öllum aðstæðum. Með ConnectLine verður tveggja manna tal skýrara og auðveldara að ráða við. Að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist og tala í síma verður einfaldara en nokkurn tímann fyrr. Betri tenging með ConnectLine er staðreynd, en það er líka frábær tilfinning - að taka meiri þátt og vera betur tengd/-ur umheiminum. Niðurstaðan er sú að ConnectLine gerir þig öflugri - til að eiga samkipti á eðlilegan hátt, auðveldlega og fyrirvaralaust.

ConnectLine búnaðurinn gerir þér kleift að tengja heyrnartækin þín þráðlaust við heimasíma, farsíma, vinnusíma, sjónvarp, tölvu og fleiri hljóðgjafa. Smelltu á flipana vinstra megin á síðunni til að fá nánari upplýsingar um ýmsa tengimöguleika sem ConnectLine býður upp á. 

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um ConnectLine á heimasíðu Oticon

Smelltu hér til að skoða bækling um ConnectLine búnaðinn

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880