Einföld fjarstýring fyrir heyrnartækin

Það er einfalt að skipta á milli stillinga eða breyta hljóðstyrk í heyrnartækjunum með því að nota Streymi Pro sem fjarstýringu.  

Ef fingurnir eru orðnir stirðir eða ekki nógu fimir til að handleika smágerða takka á heyrnartækinu þá getur verið mjög hentugt að nota Streymi Pro sem fjarstýringu fyrir heyrnartækin.

Fjarstýring á heyrnartækjum
Viltu geta stýrt heyrnartækjum handvirkt með fjarstýringu?  Með Streymi Pro sem fjarstýringu þá getur þú mögulega valið minni heyrnartæki sem eru laus við takka.  

Þú velur hvernig þú vilt að Streymir Pro virkar fyrir þig.  Ef þú ert að leita að einfaldri fjarstýringu sem er er auðvelt að nota þá er hægt að virkja ákveðnar stillingar á Streymi og gera aðra virkniþætti óvirka.  Ef þú vilt bæta við fleiri möguleikum eins og sjónvarps- eða símaboxi þá er hægt að bæta þeim virknimöguleikum inn í Streyminn.  Þú þarft ekki að skipta um tæki.  Þú getur notað Streymi Pro áfram sem fjarstýringu ásamt öðrum möguleikum sem tækið býður upp á sé það t.d. tengt við annan ConnectLine búnað.

Smelltu hér til að komast inn á hjálparsíðu Oticon um fjarstýringarvirkni Steymi Pro

Heyrnartækni ehf.
Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sími: 568 6880