fbpx

Forsíða

Oticon í 120 ár

Oticon fagnar 120 ára afmæli sínu í ár.

Oticon er einn elsti, stærsti og virtasti heyrnartækjaframleiðandi í heiminum. Oticon var stofnað árið 1904 af Hans Demant en eiginkonan hans var heyrnarskert.

Fagleg þjónusta og ráðgjöf í meira en 20 ár

Í rúm 20 ár hefur starfsfólk Heyrnartækni lagt ríka áherslu á að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf við val og kaup á heyrnartækjum.

Starfsfólk Heyrnartækni hefur áratuga reynslu af greiningu og meðferð heyrnarskerðingar og sækir reglulega námskeið til að bæta við þekkingu í heyrnarfræðum og meðhöndlun heyrnarskerðingar.

Fyrstu heyrnartækin með fjórvíddartækni

Intent eru fyrstu heyrnartækin í heiminum sem eru útbúin fjórvíddartækni (4D sensor technology). Tækin skynja höfuð- og líkamshreyfingar og geta þannig aðlagað sig nákvæmlega að hljóðumhverfinu og þínum þörfum. Intent veita þér hámarkshjálp í krefjandi aðstæðum með því að skynja hvert þú beinir athyglinni og úr hvaða átt þú vilt greina talað mál.

Endurhlaðanleg heyrnartæki

Intent eru endurhlaðanleg heyrnartæki. Með endurhlaðanlegum tækjum losnar þú við umstang sem fylgir reglulegum rafhlöðuskiptum. Þú getur hlaðið tækin á meðan þú sefur en full hleðsla tekur eingöngu 2 klst. sem tryggir þér 20 klst. virkni*

*Ath. væntanlegur notkunartími fyrir endurhlaðanleg heyrnartæki fer eftir notkunarmynstri, stillingum, heyrnarskerðingu, hljóðumhverfi, aldri rafhlöðu og notkun á þráðlausum aukabúnaði.