Leiðbeiningar og myndbönd
Leiðbeiningar og myndbönd
Öllum heyrnartækjum frá Oticon fylgir ítarlegur leiðbeiningabæklingur á íslensku. Þar er að finna helstu upplýsingar um notkun og meðhöndlun tækjanna. Hér fyrir neðan eru hlekkir á myndbönd þar sem þú getur skoðað t.d. hvernig þú parar heyrnartækin við farsíma, notar Oticon Companion Appið, hreinsar heyrnartæki, setur heyrnartæki í eyra og fl.
PARA HEYRNARTÆKI VIÐ SÍMA, CONNECTCLIP EÐA SJÓNVARPSBOX
Companion App fyrir Oticon heyrnartæki
Companion Appið var hannað til að auðvelda þér að stjórna hljóðstyrk í heyrnartækjunum, skipta um stillingar, skoða rafhlöðustöðu og leita að heyrnartækjunum og fl. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skoða kennslumyndband um appið og kynntu þér hvernig þú getur fengið sem mest úr notkun þess með Oticon heyrnartækjunum þínum.
*Þú getur notað Companion Appið í Apple iOS og Android tækjum.
Gættu þess að uppfæra símann þinn og appið svo þú sért með
nýjustu útgáfuna
Þrif og umhirða heyrnartækja
Heyrnartæki þarfnast umhirðu eins og að þurrka eða bursta óhreinindi af tækinu, skipta um keilu eða eyrnastykki, hreinsa hlustarstykki eða skipta um mergsíu. Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða kennslumyndbönd um þrif og umhirðu heyrnartækja.
Kveikja, slökkva og setja heyrnartæki í eyra
Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða myndbönd sem sýna hvernig þú kveikir og slekkur á heyrnartæki með endurhlaðanlegri rafhlöðu eða með hefðbundinni rafhlöðu. Ef þú er óörugg(ur) um hverning þú eigir að setja tæki í eyra þá getur þú skoðað myndböndin hér fyrir neðan sem sýna hvernig þú setur heyrnartæki með hljóðsnúru (RITE) í eyra og eins hvernig þú setur heyrnartæki með hlustarstykki (BTE) í eyra.
KVEIKJA OG SLÖKKVA Á HEYRNARTÆKI - SETJA HEYRNARTÆKI Í EYRA
Nota hleðslustöð fyrir endurhlaðanleg heyrnartæki
Með því að velja endurhlaðanleg heyrnartæki þá losnar þú við að skipta um rafhlöðu í tækjunum. Þú þarft bara að setja tækin í hleðslu þegar þú ferð að sofa. Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að skoða myndbönd sem sýna hvernig þú notar hleðslustöðina.