fbpx

Heyrn og heyrnarskerðing

Af skilningavitunum fimm er heyrnin ef til vill sú dýrmætasta. Skerðing á heyrninni getur valdið því að við missum samband við ástvini og umheiminn.

Hugsaðu um öll hjóðin sem þú heyrir hvern einasta dag; samtöl við þína nánustu, börn að hlægja, falleg tónlist, fuglasöngur eða regndropar að falla til jarðar. Öll þessi hljóð og ekki síst dagleg samskipti gefa lífinu gildi.

Heyrnin er líka öryggistæki og hljálpar okkur að heyra lífsnauðsynleg hljóð eins og t.d. hringingu frá eldvarnarbjöllu, bílflaut eða neyðaróp frá barni svo nokkur dæmi séu nefnd.
Þegar heyrn skerðist þá gerist það oftast á löngum tíma. Því getur reynst erfitt að átta sig á vandamálinu. Sumir taka eftir því að eiga erfiðara með að fylgjast með samtali í fjölmenni eða klið, aðrir taka eftir því að þeir heyra ekki lengur fuglasöng í garðinum. Stundum þurfa ættingjar og vinir að benda viðkomandi á að heyrn hafi líklega hnignað því þeir þurfa oftar að endurtaka sig.

Talið er að um 10% mannkyns hafi heyrnarskerðingu að einhverju leiti sem hafi áhrif á samskiptahæfni þeira.

Faraldsfræðirannsóknir gefa til kynna að þessi prósentutala muni hækka þar sem öldruðum sé stöðugt að fjölga. Tíðni heyrnarskerðingar er mest hjá þeim sem eu 65 ára og eldri en talið að um 33% þessa aldurshóps sé með skerta heyrn og að um 50% þeirra sem eru 75 ára eða eldri. Heyrnarskerðing getur þó oft á tíðum komið fram fyrr á aldurskeiðinu. Vinna í hávaða, sjúkdómar, lyfjanotkun og ættarsaga um heyrnarskerðingu geta meðal annars orðið til þess að heyrnarskerðing komi fyrr fram.

Ekki láta heyrnarskerðinu hindra þig í að njóta lífsins - pantaðu tíma í heyrnarmælingu