fbpx

Líf með heyrnartækjum

Hvað þarf að hafa í huga þegar búið er að taka ákvörðun um að nota heyrnartæki? Fylgir þeim einhver umhirða eða reglulegt eftirlit? Tekur langan tíma að venjast heyrnartækjum?

Að venjast heyrnartækjum getur tekið mislangan tíma, allt frá nokkrum klukkutímum eða dögum til nokkurra mánaða. Hversu fljót/-ur þú ert að aðlagast heyrnartækjum fer meðal annars eftir tegund og umfangi heyrnarskerðingar. Það kemur þér líklega á óvart hversu miklar breytingar þú upplifir á skömmum tíma ef þú ert tilbúin/-n að fara alla leið.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að heyrnartækin koma aldrei alveg í staðin fyrir eðlilega heyrn sama hversu þróuð þau eru.

Þú mátt búast við að heyra og skilja mun meira í fjölbreyttum aðstæðum Afköstin í vinnunni verða meiri og einnig í öðru sem þú tekur þér fyrir hendur. Það verður mun skemmtilegra að blanda geði við annað fólk þar sem þú finnur fyrir auknu sjálfstrausti og gætir einnig fundið fyrir aukinni orku sem hjálpar þér að njóta góðu augnablikanna í lífinu.