fbpx

Starfsemi eyrans

Mannseyrað er einstaklega fullkomið líffæri með mikla næmni og tónsvið og er án efa eitt fullkomnasta hljóðkerfi sem til er.

Eyrað er samansett úr mörgum flóknum einingum sem starfa saman eins og fullkomnasti vélbúnaður. Skemmdir eða truflun í einhverri mynd geta valdið vandamálum með heyrnina. Til allrar hamingju er oftast hægt að bæta heyrnina með notkun heyrnartækja.

Eyranu má skipta í þrjá hluta:

  1. Ytra eyra
    Lögun ytra eyrans hjálpar til við að safna hljóðbylgjum og beina þeim í gegnum eyrnagöngin til hljóðhimnunnar. 
     
  2. Miðeyra
    Miðeyra samanstendur af hljóðhimnunni og þremur litlum beinum sem nefnast hamar, steðji og ístað. Hljóðbylgjur hreyfa hljóðhimnuna og setja þannig miðeyrnabeinin á hreyfingu. Á þennan hátt flytjast hljóðbylgjur með eyrnabeinunum að innra eyra 
     
  3. Innra eyra
    Innra eyrað er vökvafyllt og samanstendur af kuðungi og bogagangakerfinu. Hárfrumur í kuðungnum breyta hljóðbylgjum í taugaboð sem flytjast með heyrnartauginni upp til heila og túlkast þar sem hljóð.