Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum til að halda tækjunum í góðu ásigkomulagi:
- Haltu heyrnartækjunum alltaf hreinum og þurrum.
- Opnaðu rafhlöðuhurðina þegar tækin eru ekki í notkun því þannig endast rafhlöðurnar lengur.
- Komdu því í vana að þrífa heyrnartækin daglega, - það má alls ekki nota hreinsiefni, olíu eða vatn. Notaðu þurran klút eða bursta.
- Á nóttunni er gott að geyma tækin í rakahylki sem fæst hjá Heyrnartækni.
- Gættu þess að fjarlægja heyrnartækin áður en þú ferð í sund eða setur á þig hársprey.
Hversu oft þú þarft að skipta um rafhlöðu fer eftir hversu mikið tækið er notað, gerð þess og tegund. Spurðu starfsfólk Heyrnartækni hve lengi rafhlaðan eigi að endast. Heyrnartæki gefa frá sér viðvörunarhljóð sem gefur til kynna að rafhlaðan sé að verða búin.
Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu Oticon um hreinsun og umhirðu heyrnartækja