Greiðsluþátttaka og styrkir
Greiðsluþátttaka
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) veita styrki vegna kaupa á heyrnartækjum. Styrkur er veittur á fjögurra ára fresti. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku eru eftirfarandi: Umsækjandi er 18 ára eða eldri og sjúkratryggður á Íslandi og tónmeðalgildi á betra eyranu er ≥30 dB til <70 dB.
Fjárhæð styrks er:
- 60.000 kr. ef keypt er tæki í annað eyra
- 120.000 kr. ef keypt eru tæki í bæði eyru
Aðrir styrkir og uppbót á lífeyri
Styrkur frá stéttarfélögum
Fjölmörg félagasamtök og stéttarfélög veita styrk vegna kaupa á heyrnartækjum. Hafðu samband við stéttarfélagið þitt til að kanna hvort þú eigir rétt á styrk vegna kaupa á heyrnartækjum.
Uppbót á lífeyri
Heimilt er að greiða uppbót á lífeyri eftir ákveðnum reglum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tryggingastofnunar.