fbpx

Heyrnarmæling

Heyrnarmæling

Það er mikilvægt að þú leitir þér aðstoðar ef þú átt í erfiðleikum með að heyra. Að láta mæla heyrnina er fyrsta skrefið í átt að betri heyrn. Heyrnarmæling leiðir í ljós hvort tími sé kominn á að nota heyrnartæki.

Við byrjum á því að spyrja þig nokkurra spurninga sem skipta máli varðandi heyrn þína. Síðan skoðum við eyrun, meðal annars til að ganga úr skugga um að þau séu ekki stífluð af eyrnamerg og að ytra eyra, hlust og hljóðhimna séu eðlileg.

Heyrnarmæling er gerð í hljóðeinangruðum klefa. Þú þarft að hlusta á tóna og gefa merki í hvert sinn sem þú heyrir tón. Að heyrnarmælingu lokinni er farið yfir niðurstöðurnar. Mælingin leiðir í ljós hvort heyrn þín sé farin að skerðast og hvers eðlis heyrnarskerðingin er.